Picture
Ég fór seinni partinn í október og tók inn hann Abel minn til smá meiri skólun. Abel er mjög geðþekkur foli og gengu flutningar mjög vel með hann þrátt fyrir að hafa ekki komið á kerru í nokkur ár. 
Það vildi nú svo illa til þegar hann var kominn á hús að hann slapp útúr húsinu á ótrúlega Houdini hátt og týndist. Það spurðist ekkert til hans frá laugardegi til mánudags, svo fékk ég loks tilkynningu um að hann væri á golfvelli í Mosfellsdal. Hann ákvað sumsé að skjótast í nokkrar holur, honum hefur leiðst vistin í hesthúsinu greinilega. 
Þegar ég kom að honum þá var sem betur fer frost í jörðu og hann hafði engu tjóni valdið á vellinum. Ég hef sjaldan verið jafn fegin og þegar ég náði að handsaman hann og tölta með hann niðrí hesthús. 
Nú bíður hans aðeins meiri skólun í tvær vikur svo fer hann aftur út í haustbeitina og ég tek hann inn aftur næsta vor. 
Myn




Leave a Reply.