Picture

Fyrsta og eina folaldið sem ég fæ þetta sumarið fæddist 28.apríl.
Það fæddist gullfallegur hestur undan Dimmu frá Strönd og Dimmi frá Álfhólum.
Dökkjarpur og virkilega myndarlegur, ég hef því miður ekki getað skoðað hann þegar þetta er skrifað vegna prófanna en vonast til að geta kíkt á hann við fyrsta tækifæri.
Hann er skemmtilega ættaður en mamma hans Dimma, er mamma Seifs frá Strönd II, en ég á tvö afkvæmi Seifs, þau Stemmu og Abel. Dimmi þarf vart að kynna enda gríðarlega hæfileikaríkur fyrstu verðlauna stóðhestur og ekki skemmir að pabbi Dimmis, Tígur frá Álfhólum var faðir fyrsta hestsins míns hans Glæsir, skemmtileg ættarflækja.

Myndirnar tók Ása Birgisdóttir og kann ég henni bestu þakkir.




Leave a Reply.