Picture
Högni frá Skriðulandi eftir 6vikna þjálfun á Hólum.

Nú hef ég opnað litla síðu í kringum áhugamálin mín, hesta og hunda. Ég stunda mjög litla og ómarkvissa hrossarækt enn sem komið er, en ég ætla nota þennan vettvang til að segja frá því sem á dagana drífur í þessu hrossa/hunda stússi. 
Það sem er frásagnavert í dag er að ég er með tvo hross í þjálfun í Litla-Garði hjá henni Ásdís Helgu. Kjarnadóttirin Kúnst og Hugasonurinn Högni eru í þjálfun hjá Ásdísi og gengur vel. Högni fer að fara í frí og núna fer sá tími af stað um að ákveða framtíðina hjá honum, það er gríðarlega vinna að vera með stóðhest og einstaklega erfitt þegar maður er ekki sjálfur með aðstöðu. 
Kúnst verður í þjálfun fram í miðjan maí en þá tek ég við henni og held þjálfuninni áfram.





Leave a Reply.