Picture

Kúnst mín er komin úr vetrarþjálfun hjá Ásdísi Helgu í Litla-Garði í Eyjafirði. 
Kúnst hefur verið klárgeng og ekki margir tamningamenn haft trú á henni, og kannski með réttu því mikill peningur og vinna er búin að fara í að fá hana til að tölta almennilega.
Ásdís Helga er búin að gera frábæra hluti og það er virkilega gaman að ríða út þessa dagana.

Kúnst er hörkuviljug, kraftmikil með skemmtilegt geðslag og með mikinn fótaburð. Hún er núna í girðingu við Hafravatn ásamt besta vini sínum honum Krók. Það er skemmtilegt sambandið á milli þeirra, en þau hafa deilt stíu og girðingu síðan haust 2010 og Krókur sem er fyrrverandi graðhestur er rosalega hrifinn af henni Kúnst sinni og þegar ég sótti Kúnst um áramótin til að fara með hana í þjálfun þá elti Krókur meðfram girðingunni og hengdi sár hausinn eftir að hún var sett uppá kerru. 
Maður er voða meyr og ég vona að ég þurfi ekki að aðskilja þau mikið í framtíðinni.
Læt fylgja með nokkrar myndir af Kúnst sem voru teknar af Guðrúnu Dögg fyrir mig.





Leave a Reply.