Myndin hér að ofan er af henni Kúnst minni frá Sveinsstöðum en hún seldist í byrjun júní til yndislegrar fjölskyldu í Borgarnesi. 
Einnig seldi ég Rökkva frá Gerðum, Krókssoninn minn en hann fór nú ekki langt heldur til Bryndísar frænku minnar og mun ég þá geta fylgst með honum þar.
En ástæða þess að ég er að selja hrossin er sú að litla fjölskyldan er að flytja til Noregs í næstu viku og verður því smá pása á hestamennsku hjá mér meðan við komum okkur fyrir í Noregi.
Núna á ég einungis eftir hann Krók minn sem er í fóstri hjá Herdísi vinkonu minni, síðan er eftir Stemma frá Strönd 4 v Seifsdóttir sem er reyndar til sölu og svo Dimmissonurinn hann Stefnir, en Stefnir er mjög efnilegur og hann ætla ég að eiga.
Hér fer neðan set ég stutt myndband af Stefni sem ég tók í júní '13





Leave a Reply.